Brauð með kúrbít og gúrku

 

 

Brauð er frábær hádegismatur en stundum getur það orðið aðeins of einhæft ef maður festist alltaf í sama álegginu.   Hér kemur hugmynd af áleggi sem gefur smá næringaboost en samt frábært á bragðið. 

 

Bæði kúrbítur og agúrkur innihalda mikið af vatni og lítið af kaloríum.  Kúrbíturinn inniheldur töluvert af C-vítamíni og fólati sem mest er að finna í skinninu.  Einnig er það ríkt af kalíumi og beta-karótíni.  Agúrkur eru góðar fyrir meltinguna og alls ekki taka skinnið af.  Það inniheldur töluvert af kísil sem er frábær fyrir húðina og blaðgrænu (e. chlorophyll) sem er hreinsandi og góð við bólgum.

 

 

Brauðsneið fyrir einn:

 

1/3 bolli svartar baunir úr dós, skolaðar og þerraðar

Safi úr einni límónu

1/4 tsk. broddkúmen

Örlítið sjávarsalt

1 tsk. Extra-Virgin olifíu olía

1 sneið sykurlaust heilkornabrauð að eigin vali, ristað

1/4 bolli kúrbítur, skorinn smátt 

6 sneiðar agúrka

2 msk. baunaspírur að eigin vali

Ferskur pipar eftir smekk

Salat að eigin vali

Tómatsneiðar eftir smekk

 

 

  • Í litla skál, maukið saman með gafli svörtu baununum, límónusafanum, broddkúmeni, saltinu og olíunni.  Smyrjið á brauðið.  

 

  • Bætið ofan á kúrbit, agúrku og baunaspírum.  Kryddið með pipar.

 

  • Setjið kál og tómat á toppinn.

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.