Blóðskortur

 

 

Blóðleysi felur í sér skort á rauðum blóðkornum sem getur orsakað að viðkomandi finni fyrir skorti á súrefni.  Einkennin eru þreyta, máttleysi, fölvi og almennur slappleiki.  Helsta orsökin er járnleysi sem gæti verið vegna blóðmissis, lélegri fæðu eða að viðkomandi eigi erfitt með að nýta járn úr fæðunni.  Ef grunur er um járnleysi þá er mikilvægt að leyta til læknis og láta hann mæla og finna ástæðu járnleysisins.  Meðferðin snýst um að auka járn í fæðu (eða með bætiefnum) og auka nýtingu þess í líkamanum. 

 

Mataræðið skiptir miklu máli þegar einstaklingur þjáist að blóðskorti og því gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:

 

 

Vítamín:

 

B1 vítamín er mikilvægt fyrir framleiðslu rauðra blóðkorna

B6 vítamín eykur orku

B12 vítamín er mikilvægt fyrir framleiðslu rauðra blóðkorna

Fólínsýra er mikilvæg fyrir framleiðslu rauðra blóðkorna

C vítamín aðstoðar líkamann að nýta járnið

 

 

Steinefni:

 

Kopar hjálpar líkamanum að breyta járni í blóðrauða.  Blóðrauða sér um að geyma og flytja súrefni til rauðu blóðkornanna.

Járn gegnir lykilhlutverki blóðrauða.  

 

 

Annað sem gott er að neyta:

 

Co-enzyme Q10 styður við heilbrigða orkuframleiðslu í frumum líkamans og er talið auka blóðflæði um líkamann.

 

 

Matvara sem gott er að velja:

 

Rautt kjöt

Skelfiskur

Þurrkaðir ávextir

Eggjarauða

Heilkornabrauð

Allt grænt kál

Graskersfræ

 

 

Matvara sem ætti að forðast:

 

Te getur hindrað nýtingu járns í líkamanum

Trefjarík fæða sem inniheldur phytic sýru því hún hefur þann eiginleika að bindast steinefnum eins og járni og bera þau með sér út úr líkamanum.  Dæmi um slíka fæðu eru möndlur, baunir, hnetur, linsur, hrísgrjón, hveiti, tófú og sesamfræ.

Mjög mikið magn af mjólkurvörum getur haft skaðleg áhrif vegna þess að kalk getur hindrað upptöku járns.

 

 

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2019.  Mynd: Pixabay.  Unnið úr bókinni "The Vitamins and Minerals Bible. Miracle foods to boost your health."  Einnig var stuðst við vefsíðuna doktor.is.