Berja ,,jógúrt"

 

 

Aftur og aftur sjáum við lista yfir alls konar ofurfæðu og þar tróna alltaf á toppnum einhverskonar ber.  Það skal engan undra, því ber eru talin vera ein hollasta fæðan sem til er.  Þó svo að það sé einhver munur á næringu á milli berjategunda, þá gildir það sama með þau öll, þau eru öll ofurfæða.  Ber eru þó ávalt betri þegar keypt eru lífræn og ekki er það verra ef þau eru villt.  

 

 

Hér kemur uppskrift af berja"jógúrt" sem gefur þér um tvo skammta.  Hver skammtur inniheldur um 240 kaloríur: 

 

2 bollar ber eftir smekk, líka hægt að blanda saman mörgum tegundum. Fersk eða frosin.

3/4 bolli möndlu- eða hemp mjólk, ósæt. 

2 msk chia fræ

4 döðlur (má minnka magn eða sleppa)

 

 

  • Öllu blandað vel saman í blandara á miklum hraða.
  • Látið bíða í ísskáp í ca. 30 mínútur áður en borðað er.  Þá er ,,jógúrtið" vel kalt og chia fræin búin að drekka í sig mjólkina.  

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.