Af hverju jóga?

 

 

Þegar margir hugsa um jóga þá sjá þeir fyrir sér ýmsar líkamlegar æfingar;  teygjur, stöður og snúninga á jógadýnu.  En jóga er svo miklu meira en það. Þessi aldargamla athöfn aðstoðar þig við að kynnast þér betur, hvað býr í líkama þínum, andardrætti, huga og hjarta.

 

Jóga er á engan hátt trúarlegt og getur verið iðkað af hverjum sem er.  Í gegnum aldirnar hefur jóga verið stundað um allan heim.  Jóga með sínar öflugu tækni sem stuðlar að innri frið, samhljómun og skýrari hugsun á fullt erindi í nútíma þjóðfélag.  Eins og nútíminn er, aukinn hraði og áreiti þá er nauðsynlegt að finna lausn á aukinni streitu og öðrum nútímavandamálum.  Tilgangur jóga er ekki að stjórna eða takmarka huga okkar heldur frekar að leita inn á við, finna innri frið, kyrrð og visku.  Jóga aðstoðar okkur að finna okkur sjálf og okkar sanna eðli. 

 

Jóga hvetur þig til að hlusta á þína innri rödd og ekki vera alltaf stilltur á „auto-pilot“.  Jóga minnkar stress, er gott gegn þunglyndi og kvíða og eykur almenna vellíðan. Jóga er samlíking fyrir lífið sjálft:  stundum ferðu í gegnum ánægjulegt og þægilegt tímabil en á öðrum tíma getur þú upplyfað gremju og óþægindi.  Því er jóga góð leið til að þjálfa þolinmæði og sjálfstjórn undir oft erfiðum kringumstæðum.

 

 

Jóga getur aðstoðað þig við að breyta úr slæmum ávönum í góða.  Oft eru slæmir ávanar gerðir vegna þess að einstaklingar þjást af stressi eða sársauka sem ekki hefur verið tekið á.  Að horfast á við veruleikann/ veikleika þína er mikilvægur þáttur í því að brjóta slæma hegðun/rútínu. Til að horfast á við veruleikann þarf maður stundum að kafa djúft inn á við og þar getur jóga, ásamt hugleiðslu aðstoðað.  Þar sem jóga snýr bæði að huga og líkama, þá er það tilvalið sem tæki til að öðlast sjálfsvitund og meiri sjálfsstjórn. 

 

Þegar þú stundar reglulega jóga, þá smátt og smátt verður þú meðvitaðari um hvað er að gerast í líkama  þínum, huga þínum og hjarta. Þegar vitund þín er orðin sterkari þá getur hún leiðbeint þér í lífinu.  Þú byrjar að skynja betur hvaða matur er góður fyrir þig, hvaða atvinna gefur þér mest, hvaða enstaklingar í lífi þínu veita þér gleði- og hverjir veita þér angist og leiða.  Lykillinn er stöðug iðkun, hversu lítil sem hún er, þá kemur hún þér skref fyrir skref í átt að algjörum breytingum. 

 

 

 

Heimildir:

Mindfulness Made Simple, 2018. 

"Yoga Basic: The Best of Yoga International." Yoga International, Vor 2016.

Yoga Journal, Desember 2017.

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.