Æðakölkun

 

Æðakölkun er það kallað þegar æðarnar þrengjast og stífna vegna fitu- og kólesterólssöfnunar innan á æðaveggjum.  Það hindrar blóðstreymi um æðarnar og eykur þannig álag á hjartað við að pumpa blóðinu áfram um líkamann.  Æðakölkun getur valdið mörgum mjög alvarlegum sjúkdómum. 

 

Mikilvægasta skrefið fyrir þá sem eru með æðakölkun er algjör lífsstílsbreyting og eftirfarandi atriði getur verið gott að hafa í huga:

 

 

Vítamín

 

A vítamín er öflugt andoxunarefni en rannsóknir hafa sýnt að þau geta dregið úr hættu á æðakölkun.

B3 vítamín lækkar of háan blóðþrýsting.

B6 vítamín minnkar hlutfall hómósystein sem er amínósýra sem getur valdið æðakölkun sé of mikið af henni.

B12 vítamín er nauðsynlegt við myndun nýrra rauðra blóðkorna.

Fólínssýra minnkar hlutfall hómósystein.

C vítamín er andoxunarefni.

E vítamín getur komið í veg fyrir blóðtappa og er einnig öflugt andoxunarefni.

 

Steinefni

 

Króm minnkar kólesteról.

Magnesíum víkkar slagæðarnar.

Selen er andoxunarefni sem virkar sérstaklega vel með E vítamíni.

 

Annað sem gott er að neyta:

 

Omega-3 fiskiolíur þynna blóðið.

Hvítlaukur minnkar of háan blóðþrýsting.

 

Matvara sem gott er að velja:

 

Feitur fiskur eins og sardínur og makríll.

Ferskir ávextir og grænmeti.

Haframjöl.

Kaldpressuð ólífuolía.

Hörfræ.

 

Matvara sem þarf sérstaklega að forast:

 

Fituríkar mjólkurvörur, djúksteiktur matur og rautt kjöt (inniheldur mikið af mettaðri fitu). 

Of mikið af salti hækkar blóðþrýstinginn.

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2019.  Mynd: Pixabay.  Unnið úr bókinni "The Vitamins and Minerals Bible. Miracle foods to boost your health."  Einnig var stuðst við vefsíðuna doktor.is.