Leiðir til að tengjast náttúrunni

 

 

Nú þegar hitastigið fer ört hækkandi og daginn fer að lengja, þá fara væntanlega margir að huga að meiri útiveru.  Að taka léttan göngutúr getur gert svo mikið fyrir líkama og sál.

 

Micah Mortali er einn af stjórnendum Kripalu jóga og heilsu skólans í Massachusetts í Bandaríkjunum.  Þar er boðið upp á ýmis námskeið, ráðstefnur og meðferðir fyrir alla sem áhuga hafa á jóga, ayurveda og almennri heilsu - í dásamlegri náttúrufegurð.

 

Mortali veit hversu mikilvægt er fyrir sig að ná tengingu við náttúruna og hvetur nemendur sína til þess sama. 

 

 

Hér koma sex leiðir í boði Mortali, til að ná tengingu við náttúruna.  Einmitt núna á vorin, þegar allt er að grænka og sumarið að koma, þá er besti tíminn.  

 

 

Stundaðu náttúruheilun:

Tilltu þér við rætur trés, taktu andann hægt og djúpt inn.  Á meðan skalltu hugsa um hvað sé að gerast í jörðinni og í himninum.

 

 

Stundaðu fjallgöngu með höndunum:

Farðu í fjallgöngu og hugsaðu um það sem er að gerast í kringum þig og finndu fyrir því - renndu fingrunum yfir trén, mosann og steinana.

 

 

Finndu þér góða stað til að tilla þér á:

Finndu þér góðan stað í garðinum þínum, á gönguleiðinni þinni eða hvar sem er í náttúrinni sem þú getur farið reglulega á.   Velltu fyrir þér náttúrinni, breytingunum á gróðrinum og öllu sem er í kringum þig.  5 - 10 mínútur á staðnum þínum á dag gefur þér mikla tengingu við náttúruna og þú ættir að finna mun á þér innan skamms.

 

 

Gaktu berfætt/-ur:

Að ganga berfættur, meðvitaður um umhverfið getur verið einstök upplifun.  

 

 

Hugleiddu við lækjarsprænu eða við sjóinn:

Komdu þér vel fyrir og lokaðu augunum.  Náðu tengingu við andardráttinn og reyndu að hugsa um sem minnst og hlustaðu á lækjarniðinn eða öldurnar.

 

 

Bjóðum upp á þakklæti og umhyggju:

Við þyggjum svo mikið af náttúrinn og jörðinni - fyrir heilsuna okkar, andlega og líkamlega og við viljum að hún gefi okkur grænmeti og ávexti.  Við getum breytt samskiptum okkar við náttúruna með því að sýna þakklæti og umhyggju og vera meðvituð um hversu mikið hún gefur okkur og annað líf sem umlýkur okkur.  

 

 

 

Fyrir áhugasama, þá er Kripalu skólinn í rétt um 2,5 klst. akstri frá Logan flugvellinum í Boston.  Dagskrána og nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu þeirra:   https://kripalu.org/#  

 

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2019.